Loksins eru þessar kosningar afstaðnar
Ég er nú eiginlega bara feginn þó ég geti ekki séð að bláa höndinn finni nokkurn frið fyrr strax.
Þetta eru síðan einhver dramatískastustu kosningaúrslit sem ég hef heyrt eða séð. Klukkan 9 í morgun virtist Ingibjörn Sólrún ætla að verða þingmaður en átti eftir að telja einhver 500 atkvæði í allt öðru kjördæmi. Og viti menn, þessi 500 atkvæði hentu Ingjbjörgu út og setti einhverja hringekju af stað.
Annars sýndist mér á umræðuþætti áðan í sjónvarpinu að það hljóti að hafa verið Framsóknarflokkurinn sem hafi unnið stærsta sigurinn. Það var ekki nóg með að Halldór Ásgrímsson hafi brosað heldur var hann að mynda sig við að segja brandara. Reyndar þekki ég manninn ekki neitt og he aldrei hitt hann en mín reynsla er sú að þeir sem virka alveg ofboðslega alvarlegir og virðist ekki kunna að brosa hvað þá að þeir geti farið með einhver gamanmál, séu yfirleitt einhverjir lúmskt fyndnustu menn sem til eru.
No comments:
Post a Comment