Sunday, May 04, 2003

Fjallgöngur

Fór í enn eina ágætis kappgönguna á Esju í gær og var arkað yfir hana næstum þvera og endilanga. Annars gekk kappgangan ekki betur en svo að iðilega sá ég í afturendann á Jóa hinum knáa. Þurfti reyndar að drífa mig í þessari göngu því fjallganga kvöldsins hófst snemma og fólst í "reunioni".

Óttrúlega skrýtið að hitta fólk sem maður hitti á hverjum degi hér áður fyrr en hefur suma ekki séð í heil 20 ár. Kom mér reyndar mest á óvart að stelpurnar voru alls ekkert orðnar gamlar kegglingar og strkákarnir voru ekkert kaddlalegir. Reyndar verð ég að segja að það er eiginlega alveg makalaust hvað ég hef verið í skóla með mörgum fallegum konum!

Rifjað var upp hver var skotinn í hverjum og tekið var í hendina á gömlum hrekkjusvínum og svörnum óvinum.

No comments: