Stundum verður maður bara hissa og upp með sér
Svo sem þegar ótrúlegasta fólk man eftir manni. Var í morgun á ágætum aðalfundi Stjórnvísi og eftir fundinn vindur sér að mér einhver bláókunnur maður og heilsar mér með virktum. Þegar hann áttar sig á því að ég kannast ekkert við hann segir hann að ég muni kannski ekkert eftir sér. Var þetta þá Þórður nokkur sem var með mér í bekk í eitt ár fyrir heilum tuttugu árum og man ég ekkert eftir að hafa verið neitt sérstaklega mikið í félagi við hann þá.
En kannski mundi hann bara eftir mér út af því að þegar verið var að krýna Guðfinnu Bjarnadóttur sem heiðursfélaga Stjórnvísi þá þurfti ég endilega að fá mér kaffi og kaffikannan þurfti endilega að láta standa eitthvað á sér þannig að lokið á bölvaðri könnunni spýttist út í loftið og lenti í kjöltu konunnar sem sat við hliðina á mér. Kannski ætti ég að láta mér þeta að kenningu verða og hætta að drekka kaffi þangað til ég er hættur að vera svona hroðalega spastískur. Eða kannski ekki að vera að drekka kaffi í svona fjölmenni.
En hvað um það, kaffi er gott.
No comments:
Post a Comment