Jakobína á grín dagsins sem er um Þórhall prest
Þórhallur prestur vaknar á sunnudagsmorgni og sólin skín. Hann ákveður að í dag ætli hann að segjast vera veikur og hann komist ekki til messu.
Svo hann hringir í annan prest, tilkynnir veikindin, nær svo í golfsettið sitt og læðupokast upp á golfvöll í þeirri von að enginn sjái hann. Á vellinum er ekki nokkur maður svo ráðabrugg Þórhalls prests ætlar að ganga upp.
Uppi í Himnaríki snýr Lykla-Pétur sér að Guði og spyr: "Guð, ætlarðu að láta vígðan manninn komast upp með þetta?" Guð horfir niður á Þórhall prest þar sem hann slær teighöggið.
Kúlan flýgur 420 metra í fallegum boga, skoppar einu sinni á flötinni og rennur svo beina leið ofan í holuna! Kraftaverkahögg!
Lykla Pétur lýtur skilningsvana á Guð og spyr: ,,Hversvegna í ósköpunum léstu hann fara holu í höggi?"
Drottinn svarar: ,,Hverjum á hann að segja frá þessu?!"
Ætli þetta hafi annars verið Þórhallur Heimisson, það er eini Þórhallspresturinn sem ég veit um en ekki veit hvort hann golfar!
No comments:
Post a Comment