Jæja búinn að kjósa
Vona að allir hafi kosið rétt. Segi sjálfur ekkert hvað ég kaus en vonandi fær samt bláa höndin frí næstu fjögur fjörug árin.
Var annars svo seinn að ákveða mig að endanleg ákvörðun var ekki tekin fyrr ein inni í kjörklefanum, dimmum og drungalegum á hallandi skökku borði fyrir innan blátt tjald og fyrir framan bleikfjólubláan bleðilinn. Annars finnst mér að bleikur eða rauður atkvæðaseðill sé á mörkunum að vera áróður og ekki síður þessi bláu tjöld sem eru utan um kjörklefann.
PS.
Kemst núna loksins inn á bloggið mitt og hef því tekið gleði mína á ný!
No comments:
Post a Comment