Thursday, May 22, 2003

Það getur verið gaman að vinna á stórum vinnustað
Þar sem er fullt af alls konar fólki. Allir eru nefnilega einstakir.

Tveir vinnufélagar mínir geta t.d. aldrei látið það ógert að hrekkja mann með gátum. Mér til óblandinnar ánægju fékk ég frá þeim gátu í dag sem er eftirfarandi:

Þú ert með kúlu og borar gat í gegnum miðjuna á henni. Gatið verður 6 cm langt. Hvað er rúmmál þess efnis sem verður eftir í kúlunni?

Sjá skýringarmynd.



Sjálfur er ég svo undarlega skrýtinn að finnast þetta allt saman bara skemmtilegt. Þurfti reyndar að nota sirkil til að leysa þetta en það tókst reyndar á innan við 5 mínútum eftir að ég var kominn með sirkilinn. Segi ekki strax hver lausnin er en hún er að sjálfsögðu dálítið sniðug. Og eins og alltaf í þessum gátum þá byrjaði ég á að lenda á alveg herfilegum villigötum. Og svipurinn á Kristni og Jóhannesi þegar þeir voru að hlæja að mér. Algjörir púkar.

En ég stóðst held ég prófið. En ekki láta þig dreyma um það. Ég læt ekki uppi svarið .... ekki strax að minnsta kosti.

Ein eldri gáta hjá þeim er hér. Ég veit að aumingjans Jón Eyfjörð hefur ekki getað sofið í heila viku út af henni. ... Er orðinn hálf tuskulegur greyið.

No comments: