Frábært leikrit
Fór að sjá f´rábært leikrit áðan í Borgaleikhúsinu, Kvets eða hvurnin sem það er nú aftur skrifað. Ofboðslega fyndið verk sem vekur mann til umhugsunar um hvað maður getur stundum verið lítill innan í sjálfum sér. Hvað maður er hræddur við allt. Hvað maður er hræddur við að klúðra, mistakast og sérstaklega hvað maður er hræddur um að öðrum finnist eitthvað á sama tíma og allir aðrir eru nákvæmlega jafn hræddir og maður sjálfur. Var eiginlega svona viðbót við sálfræðitestið sem er í blogginu hér rétt fyrir neðan.
Mæli eindregið með þessu leikriti en það dugar reyndar skammt þar sem þetta var síðasta sýningin!
Skilaboð
No comments:
Post a Comment