Mikið svakalega hljóta sjónvarpstöðvarnar að græða mikið
Í annað hvert skipti sem ég lít á sjónvarpið þá sé ég Halldór alvarlegan og ábúðarfullan á svip, eflaust að segja eitthvað merkilegt um traust. Davíð að þruggla um áfram ísland, Jóhanna eða einhver að tala um velferð, Ingibjörg Sólrun að sýna okkur einhvern í skólanum að læra eða einhver strákur að hlaupa út í búskann, alveg endalaust. Þetta er eiginlega farið að líta út eins og léleg sápuópera. Og eiginlega alveg ótrúlegt en samt satt, verra en Stella í framboði! Ég hélt nefnilega ekki að það væri hægt að gera ómerkilegri mynd en þessi sem var gerð um Stellugreyið í framboði.
Úr því að flokkunum mistókst svona hrapalega að koma sér saman um að auglýsa ekki í sjónvarpinu þá finnst mér að næst ættu þeir að reyna að koma sér samann um samræmdar auglýsingastefnur þannig að þeir gætu búið til heila 90 mínútna bíómynd úr þessu. Þeir gætu svo haft nokkra mismunandi enda á myndinni tilbúna og síðan valið þann sem félli best að kosningaúrslitunum.
No comments:
Post a Comment