Thursday, May 22, 2003

Það sem mér finnst um sofandi ökumenn
Sko, ... mér finnst að ökumenn eigi að vera vakandi. Líka þeir sem eru sofandi. Og þegar sofandi ökumenn svína á mér eins og gerðist í morgun þá eiga þeir að fatta það þegar ég þarf að keyra upp á kant og snarstoppa. Þeir eiga síðan líka að vakna þegar ég flauta, blikka öllum ljósum og baða út öllum öngum. Var jafnvel að velta fyrir mér hvort sá sofandi myndi kannski vakna ef ég myndi nota stuðaratrixið mitt á hann. En lét ekki verða af því að þessu sinni enda getur það víst kostað svo helv. mikið og tekið líka smá tíma. Einhver skýrslugerð og svona.

Jæja en í öllu falli þá vaknaði ég ágætlega við þetta.

AMEN

No comments: