Sólmyrkvaæfingar í fullum gangi
Jæja nú styttist í sólmyrkvann. Það hafa verið miklar spekúlasjónir um það í vinnunni hjá mér hvernig best sé að horfa á þetta myrkvafyrirbæri. Hvort nóg sé bara að píra augun eins og Clint Eastwood eða hvort það þurfi rafsuðugler eða jafnvel hvort öruggast sé að horfa í gegnum 5mm stálplötu.
Morten er svakagóður í þessu búinn að kaupa sérhönnuð sólmyrkvagleraugu handa 25 manns. Kosta hjá honum 300 kall held ég ef einhver hefur áhuga. Svavar var hins vegar almennilega forsjáll. Keypti sér svakavandað rafsuðugler. Er meira að segja búinn að prófa að taka myndir í gegnum það! Ég verð hins vegar að segja sjálfur að ég hef hann grunaðan um að hafa villst á himinhnöttum og hafa bara tekið myndir af tunglinu. Þetta er svo helv. hvítt hjá honum!
Ég frétti hins vegar af alveg snilldarleið til að skoða fyrirbærið frá Röggu, einkum er það snilldarleg aðferð fyrir alla alvöru nörda. Athugði, nördar sem lesið þetta: Ef þú ert nörd þá ætlar þú að skoða sólmyrkvann (allir alvöru nördar verða að skoða sólmyrkva) og þá þarft þú ekkert rafsuðugler eða einhver sólgleraugu. Þú notar seguldiskinn úr næstu ónýtu diskettu sem þú finnur (ónýt disketta er disketta sem maður veit ekki hvað er á, ef maður eyðileggur hana þá kemst maður aldrei að því hvort maður var að eyðileggja eitthað sem skipti máli eða ekki og þá skiptir það ekki neinu máli.
Til að sanna mitt mál um áæti diskettunnar við sólarmyndir þá tók ég út um gluggann hjá mér uppi á hálofti þessa mynd. Grægjurnar voru: Canon Ixus (svona pínulítil digital myndavél sem kemst í hvaða vasa sem er), Kíkir, 7x35 og einn seguldiskur úr diskettu!
Ég bíð núna bara spenntur eftir aðfararnótt laugardagsins!
No comments:
Post a Comment