Sunday, May 11, 2003

Annars ágætur dagur
Tveggja línuskautaferðadagur, með eintómum Ragnhildum.

Eftir að ég hafði platað sjálfan mig á fætur fyrir hádegi drullusyfjaðan var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur heldur tekin upp línuskautakennsla. Veit ekki hvort það segir meira um gæði nemandans, gæði kennarans eða hvað kennarinn er arfaslakur á línuskautum en eftir 10km rúnt þá mátti ekki milli sjá hver var að kenna hverjum. En þetta var amk frábært og veðrið eins og best er á kosið.

Ekki mikill tími til hvíldar daginn eftir kosningar því þar sem hugmyndaflugið er gjörsamlega farið forgörðum um hvað skemmtilegt getir verið að gera þá datt mér ekkert skemmtilegra í hug eftir hádegið en að fara bara aftur á línuskauta. Það var líka gaman en var hins vegar í hávaðaroki. Þóttist nokkuð góður að komast framúr tveimur á sem voru að þvælast þarna líka en gamanið kárnaði þegar ég sá að þeir gerðu nú eiginlega ekkert meira en að standa á skautunum í rokinu. Fauk síðan bókstaflega til baka.

No comments: