Jæja, aumingjastimpillinn fer að festast við mig
Komst loksins í skokktúr í Laugardalnum í hádeginu. Þ.e. fattaði að það að fara í sund er snýst ekki bara um það að svamla í lauginni heldur ekki síður um það að hluapa í kringum hana. Ekki hafði ég grun um að laugin væri svona asskoddi stór! Fór reyndar ekki hring í kringum laugina heldur marga hringi í Laugardalnum þannig að mér lá við yfirliði af svima. Eða kannski var ég bara við það að örmagnast. Þetta var annars mega skemmtilegt og örugglega ekki verra fyrir egóið í hlaupafélaganum að hafa hálfpartinn tekið mig í nefið. Ja, öðruvísi mér hér áður brá. En núna liggur leiðin sem sagt bara uppávið.
No comments:
Post a Comment