Undarlegur sólarhringur
Það eru nú ekki allir sólarhringir eins. Og þeir sem eru með hringmyrkvum geta orðið enn meira öðru vísi er ég búinn að komast að.
Var eiginlega búinn að gefa þetta sólmyrkvaæfintýri upp á bátinn þegar við ákváðum að fara líklega upp á Holtavörðuheiði. Þá værum við komin nær norðurlandi og þar átti frekar að vera minni skýjahula. Einnig værum við þar mátulega hátt uppi til að sjá sólarupprásina.
Reyndar fékk ég símhringingu um 11 leytið um kvöldið þar sem mér varn bent á að það gæti verið sniðugt að skoða myrkvann ofan af Snæfellsjökli. Þar væri maður kominn uppúr skýjunum. Eftir smá vangaveltur sáum við að það væri allt of stuttur fyrirvari að fara að æða þangað upp með 1-2 klst fyrirvara. Þekkjum ekkert leiðina þangað upp og vissum ekki hvað væri hægtað keyra langtu upp á Jökulhálsinn. Varð því Holtavörðuheiðin fyrir valinu.
Fórum við þrjú saman úr bænum, ég Ragga og Gunni og höfðum á orði að núna hefði líklega nýtt bjartsýnismet verið sett. Að æða af stað um miðja nótt í ausandi rigningu til að fara að skoða sólmyrkva!
Það hætti nú að rigna fljótlega og þegar við nálguðumst Borgarnes sáum við smá roða einhvers staðar í skýjunum. Bjartsýni fór því að gera vart við sig en það var skammvinnt þar sem uppi á Holtavörðuheiði keyrðum við inní svarta þoku. Það er sko frekar ólíklegt að sjá mikið til sólmyrkva þegar skyggnið er ekki nema svona 20 metrar þegar best lætur. Við keyrum síðan niður úr þokunni einhvers staðar ofarlega í Hrútafirði en þar var náttúrulega alskýjað. Þar sem flutningar stóðu fyrir dyrum á laugardeginum þá var ákveðið að gefa þessu engan séns heldur fara bara beina leið til baka. Kannski voru það meiriháttar mistök því RAX á Mogganum náði þessari frábæru mynd hér að neðan við Hraun á Skaga.
En við brunuðum sem sagt í bæinn án þess að hafa séð nokkurn skapaðan hlut.
Annars má lesa um þessa hetjuleigu tilraun og hrakfararsögu hér
Sváfum smá og svo var gengið í það verkefni að bera stóra bróður út í Sólheimunum og inn í Hafnarfjörðinn. Tók það lungann í deginum.
No comments:
Post a Comment