Fundafélagavesen
Ægilega er þetta stundum þreytandi að kunna sjálfur síðan ekki að segja nei. Það er nebblega ekki nóg með að ég skilji ekki nei þegar annað fólk segir stundum nei við mig, heldur kann ég þetta orð alls ekki sjálfur stundum.
Núna sit ég með sveittan skallann við að undirbúa aðalfund í landnemaskógræktarfélagi sem ég er formaður í. Á morgun þarf ég síðan að mæta á fund í hádeginu í félagi sem heitir Stjórnvísi þar sem ég er í framkvæmdastjórn og aðalfundur alveg á næsta leyti. Ég sem hélt að ég væri ófélagslyndur. Verð annað hvortað taka mig á því nú eða bara hætta þessu tuði um að ég sé ófélagslyndur. Enda er ég það auðvitað ekki baun þó ég sé óttalegur einfari... stundum.
En það er nú samt gaman að þessu. A.m.k. einhvern tíman meðan á því stendur.
Skilaboð
No comments:
Post a Comment