Ekki seinna vænna að komast að því að maður er að verða að aumingja
Var svakaduglegur í hádeginu í gær og fór í sund "með" vinnufélögum úr Ráðgarði (blessuð sé minning hans). Reyndar var þetta smá misskilningur allt saman því þegar þeir fara í sund þá fara þeir út að skokka og svo í heitapottinn á eftir. Ég hins vegar synti einhverja par hundrað metra og varð blár og bólginn eftir það. Gekk eins og auli út um alla sundlaug (ja, gekk reyndar á bakkanum sko) til að finna félagana, sem voru skokkandi á stígunum í Laugardalnum á sama tíma og auðvitað að leita að mér.
Jæja, til að ég fengi nú einhverja skokkæfingu þá tékkaði ég á sjálfum mér í gærkvöldi á stígum bæjarins og komst að því mér til mikillar skelfingar að hlaupagetan er komin niður úr öllu valdi. Kláraði ekki einu sinni hlaupahringinn minn og gekk eins og auli, bullsveittur heim til mín.
Verð greinilega að fara að gera eitthvað almennilegt. Dugar ekki að láta sig bara renna um bæinn á línuskautum ef ég ætla að sigra 2119M eftir hálfan þrjár vikur eða hvað það er langt þangað til. Lengi lifi hreystimennskan og helst alveg þangað til ég dey.
Jæja en veðrið var að minnsta kosti bara gott, stelpurnar í lauginni vori sætar og ég mun mæta tvíelfdur á stígana í Laugardalnum með Vandræðaskáldinu og Hvellinum í hádeginu á miðvikudaginn. Verst að ég verð líklega ekki í neinni aðstöðu til að gera grín að þeirra hlaupagetu þar sem ég verð líklegast ennþá að drepast úr harðsperrum eftir gærdaginn. En við sjáum hvað setur.
No comments:
Post a Comment