Thursday, May 29, 2003

klessti á bíl á línuskautautum í vernduðu umhverfi
Þetta var eiginlega megafyndið. Ég á línuskautum á göngustígnum bakvið flugvöllinn. Getur varla verið meira verndað umhverfi. Að rembast við að halda í við systur mína. Gekk ekkert svo svo svakalega illa þrátt fyrir allar harðsperrurnar eftir hlaupatortúr hádegisins.

Nú sem ég er þarna svona 50 m á eftir litlusystur sé ég þá ekki álengdar að einhver auli er að keyra á stígnum. Já bara eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta hefði nú svo sem alveg verið sök sér ef njólinn hefði ekki tekið þá miður gáfulegu ákvörðun að fara að snúa við þarna á stígnum. Veit ekki hvort hann hafi verið svo illa hugsandi að hafa ekki áttað sig á því að bílinn hans var mun lengri en stígurinn var mjór eða að hann hafi haldið að ég væri á einhverjum sérstökum torfæruskautum til að fara á út fyrir stíginn eða kannski svona flugskautum. Hann hefur jannski haldið að ég væri Harry Potter (og gæti þá sko flogið) af því að ég er er svona aðeins dökkhærður (það sko sem er ekki orðið grátt ennþá) með gleraugu og einhvern fæðingarblett á enninu sem gæti náttlega alveg komið í staðinn fyrir eldinguna á enninu á honum Harry vini mínum.

En þar sem ég er hvorki Harry Potter né kann að fljúga þá var bara eitt til að gera í stöðunni og það var að athuga torfæruhæfni skautanna (nei bremsa, ég á sko eftir að læra það). Fór því bara út fyrir stíginn en sá flótlega að þetta gekk ekkert of vel og ákvað því í staðinn að prófa flughæfnina og hún var sko til staðar. Fór í alveg svakaflotta parabólu yfir húddið á bílnum!

Og hvað aularnir urðu skelfdir. Ég náttúrulega var svakareiður við þá og spurði hvort þeir væru klikkaðir að vera að keyra þarna. Þeir reyndu nú svona að komast að því hvort ég væri mikið slasaður sem ég var auðvitað ekki neitt enda alvanur að fljúga á hausinn. En hélt bara áfram að skamma þá. Geri eiginlega ekki ráð fyrir að þeir leggi aftur í að fara í bíltúr á þessum göngustígum. Jafnvel þó þeir hafi haft svo góða ástæðu sem þeir höfðu að vera að fara að sækja systur annars þeirra einhvers staðar þarna á stígnum. Verst að ég gleymdi að taka mynd af njólunum!

Það má reyndar kannski alveg bæta við þessa árekstrasögu mína að það er náttlega ekki ein báran stök í þessu frekar en öðru. Þegarég var í skokktúrnum mínum í hádeginu þá hljóp ég nebblega á kyrrstæðan bíl sem keyrði fyrir mig á einhvern fáránlegan hátt þegar hann var að fara út af bílastæðinu við ísbúðina í Álfheimunum.

Af þessum sögum má eiginlega bara læra eitt: Ökumenn, hagið ykkur!

No comments: