Friday, May 23, 2003

Draumfarir
Hafði hvorki draumfarir beinar né sléttan nætursvefn.

Hrökk upp með andfælum einhvern tíman um tvöleitið og leit á klukkuna. Þar stóð bara 1:47.

Leit út um gluggann sem gaf mér ekki mikla vitneskju um gang himintunglanna þar sem þau eru eiginlega á lofti allan sólarhringinn á þessum árstíma. Leit aftur á klukkuna og sá þá þá mér ekki til undrunar 1:48 en mér til mikillar undrunar stóð "Sat" þarna líka. Sem þýðir held ég ekki að einvher hafi setið einhvers staðar heldur að það eigi að vera kominn laugardagur.

Gisp! Hvur fjandinn hefur eiginlega gerst hugsaði ég með mér. Hef ég sofið af mér heilan dag? Vissi að ég var syfjaður og þreyttur þegar ég fór að sofa en ekki svona! Þurfti að skoða calendar í símanum mínum til að sannfærast um að það væri líklegast úrið mitt sem væri að bilast en ekki ég.

Sofnaði svo sæll og glaður vitandi það að ég hefði ekki misst af neinu. En vaknaði mörgum klukkutímum seinna upp eftir all undarlegar draumfarir.


Var búinn að skipuleggja hjólaferð sem átti að vera þannig undarleg að hún átti að vera á milli hafna og úti á sjó.

Þegar ég var síðan aðeins lagður af stað þá áttaði ég mig á því að þetta væri dálítið djúpt. Þurfti að snúa við við illan leik, syndandi með hjólið einhvern veginn á öxlinni. Var ekki einn en björguðums bæði.

Man að þegar ég sá hvað þetta var djúpt þá áttaði ég mig líka á því að ég hafði víst séð á korti að þetta væri ekki neitt grynningasvæði þannig að ég hefði getað sagt mér þetta sjálfur.


Jæja, nú má hver reyna að ráða drauminn fyrir sig fyrir mig.

Er þetta góður eða slæmur fyrirboði fyrir ferðalög sumarsins?

Er þetta bara enn eitt dæmið um hvað ég er óákveðinn?

Er ég að fara út í einhverja óvissu sem ég bakka út úr


Er þetta fyrir því að ég fari að stunda seglbretti eða kajakróðra í sumar?

Er þetta út af því að skemmtinefndin sem ég er í er að skipuleggja sjóstangveiði?

Er þetta fyrir því að ég fari í hjólaferð í sumar og snúi við út af ofboðslegri rigningu sem ég hefði mátt sjá fyrir?

Eða er þetta bara fyrirboði um að það verði gott veður í dag, sem mér sýnist reyndar að sé að rætast!



No comments: