Snökkt snökkt
Ég er búinn að laga bloggið mitt held ég þannig að það getur farið að birtast eins og almennileg blogg en það er annað vandamál. Mér sýnist að öll eldri skilaboð séu týnd eða amk. hálf glötuð. Það er reyndar bara við mig sjálfan að sakast þar sem ég setti þetta líklega eitthvað vitlaust up fyrir hálfu ári þegar ég var af veikum mætti að þykjast kunna eitthvað á þetta. Aulingja ég. Hef meirasegja grun um það að skilaboðin mín hafi verið að birtast einhvers staðar annars staðar líka!
Er annars búinn að finna leið til að hafa upp á gömlu skilaboðunum en það mun taka óratíma að finna þau öll aftur. En reyni samt að sækja eitthvað af þessu!
No comments:
Post a Comment