Ljómandi hjólahelgi þó ég eigi eftir að gera eitthvað af því sem ég ætlaði mér þessa helgi
Eftir að hafa klárað ráðstefnuleyfarnar frá föstudeginum var hjólaður svo kallaður Elliðavatnshringur. Ótrúlegt hvað hlutirnir breytast. Fór þennan hjólatúr nokkuð reglulega á meðan ég bjó í Breiðholtinu. Núna nokkrum árum seinna er búið að byggja þarna út um allt. Byggðin teygir sig í allar áttir.
Hestarnir virðast líka hafa gleymt mér. Að minnsta kosti urðu þeir fældari en ég hef nokkurn tíman séð áður. Þeir gátu jafnvel fælst við að sjá bara hjólið kyrrstætt. Skil þett eiginlega ekki alveg. Hestar sem þola ekki að sjá hjólreiðamann kyrrstæðan eða kannski á röskum gönguhraða held ég að hljóti að vera eitthvað helst til taugaveiklaðir, illa tamdir eða knapinn eitthvað óvanur. Það gerðist reyndar sem ég hef aldreigi séð áður að einn knapinn missti alveg stjórn á hestinum og hljóp hann bara í burtu án síns knapa. Þannig að knapagreyið datt af baki. Okkur krossbrá auðvitað og ekki batnaði þegar maðurinn lá hreyfingarlaus í vegkantinum. Það er kannski ekki að ófyrirsynju sem hestamenn eru að fara fram á að hjólreiðastígar og reiðgötur verði aðskyldar betur.
Var síðan um kvöldið boðið í megafínt grill. nammi namm og heimagerðan ís. Ekki síðra!
Síðan á leiðinni heim tók myndavélin af mér öll völd á tímabili og má sjá afrakstur þess á fotolog síðunni minni.
Eini gallinn á ágætri helgi er að eitthvað sem ég ætlaði og þarf raunar að vinna hefur ekki enn gerst. En mun vonandi gerast þegar ég er búinn að blogga þessi ósköp. Jæja njótið vel.
No comments:
Post a Comment