Wednesday, October 20, 2004

Tveggjakisupassarinn

Það bættist loksins við einn bröndóttur núna í kvöld þannig að núna er ég orðinn tveggja kisna maki.

Verst að þær komast ekki með mér á Íslenska dansflokkinn annað kvöld því Ralldiggnur rann úr skaftinu núna áðan og mér sýnist að ég fari ekki neitt. Ekkert gaman að fara einsamall. Er því bara heldur fúll. Reyndar kannski lán í óláni að ég mátti eiginlega ekkert vera að því heldur að fara þetta en ætlaði nú samt og finnst fúlt að fara ekki neitt.

En þetta verður ágætt með kisurnar. Þær eru aðeins búnar að kvæsa hvor á aðra svona eins og til málamynda. Reyndar leist Ralldiggni held ég svo illa á þetta kvæs þeirra að líklega sefur hún ekki fyrir áhyggjum á meðan ég sef ekki fyrir kattaslag.

Jám en líklega best að fara að taka til í íbúðinni. Mér skilst að sá nýkomni bröndótti sé alvarlega ofvirkur og muni henda öllum geisladiskunum mínum 300 ofan af sjónfvarpinu og líklega setja íbúðina í rúst. Ég vil frekar rústa henni sjálfur við minn hátt.

No comments: