Live nude club á Hlemmi
Ég skrapp út í búð áðan til að eiga eitthvað umdeilt hollt/óhollt múslí með súkklaði með morgunamtnum í fyrra málið. Sá þá að meiriháttar framkvæmdir voru í gangi. Það ar verið að setja eitthvað dularfullt "prosptect - new innovation" skilti á KBúnaðarbankann. Fannst meira undarlegt að það var heill her af alls konar skiltaköllum þarna að setja upp skilti alveg út um allt. En nei annars, mér fannst þetta ekkert undarlegt og fór bara inn í 1111 þar sem enginn var að kaupa neitt þegar ég kom inn í búðina nema einhver úkklensk hjón sem gætu líklega keypt júgursmyrsl í staðinn fyrir smjör (heyrði einhvern tíman um einhverja útlendinga sem fannst skrítnast hvað smjörið hérna var afspyrnu vont. Höfðu leitað að einhverju með kú utaná í kaupfélaginu og fundu ekkert þannig nema eitthvað sem á stóð "Júgursmyrsl".) Þegar ég var búinn að kaupa mitt eðal músl og úkklensku hjónin aftur orðin einsömul í búðinni (reyndar með stelpunum sem voru að afgreiða sko) þá skoðaði ég betur þessi skilti.
"Singles bar" stóð á einhvers staðar.
Á spilavítinu á móti Hlemmi var komið risaskilti sem ástóð "live nude"
Nei þetta er ekki einleikið. Annað hvort er búið að gera byltingu eða það á svei mér þá að fara að gera bíó hérna í nótt. Ætli það verði nokkur svefnfriður fyrir þessu?
En kannski fréttir af mínu hroðalega heilsuleysi. Gafst upp í dag (eða reyndar nótt þegar ég var hættur að geta sofið fyrir skipsvélinni sem malaði innan í hausnum á mér) og dreif mig til læknis.
Ég veit ekki fyrir hvað ég borga þessa hálfu millu á ári sem mér taldist einhvern tíman til að ég borgaði í heilbrigðishítina í gegnum skattana mína. Hitti á einhverja ákaflega elskulega konu sem sagði að það væri ekkert að mér lengur. Ég væri bara með einherja dularfulla vökvasöfnun í eyrunum og öllum göngum og leiðslum í hausnum á mér. Það væri bara ekkert við þessu að gera nema bara að bíða. Þetta gæti tekið svona einn mánuð eða svo. Já takk kærlega - heilan mánuð. Og ég á sem sagt bara að vera eins og inni í búri í heilan mánuð og skilja varla hvað sagt er við mig. Það eina sem á að geta hjálpað er að ég haldi fyrir nefið og blási hressilega.
Síðan þá hef ég sem sagt verið mjög upptekinn við að blása og kvása hausinn út eins og ég veit ekki hvað. Ja fyrir utan það að reyna að gera meiri rósir í þessa voðalegu sunnudagskrossgátu hennar Ásdísar. Held reyndar að ég hafi náð svona um 20 orðum. Ekki slæmt. Næstum eitt orð á klukkutíma síðan ég fékk blaðið hendur
Það er ekki tekið út með sældinni að vera allt í einu kominn með vatnshöfuð.
Ég veit síðan ekki hvað mikið er að marka það en ég þykist vera eitthvað skárri. Eða ég svona reyni að ímynda mér það. Maður getur varla verið slappari en manni finnst maður vera sjáfur.
No comments:
Post a Comment