Það er komin kisa
Haldðekki að það sé komin kisa á heimilið. Reyndar fékk ég hana bara að láni en hún er alveg lifandi samt. Getur malað og allt.
Hún var reyndar eitthvað ferlega stúrin fyrst. Byrjaði á að fela sig uppi á háalofti í einn klukkutíma. Skreiddist síðan undir rúm en var að koma út og er búin að mala smá fyrir mig og allt. Enda er ég alþekktur kattavinur eins og alþjóð veit, ja eða svona sumir. Stóð ekki einhvers staðar þjóð veit þá þrír vita.
Þetta kemur síðan til af góðu bara. Það er mamma manns sem á þessa kisu og reyndar þrjár til viðbótar. Já hún er ekki alveg normale sko eða þannig. Og þar sem hún er að fara á sjó þá kom hún öllum kisunum í pössun til okkar frændsystkina þeirra kisanna sko sem eru þá systkinin mín. Ein kisan reyndar fékk bara að vera heima í pössun hjá pabba sínum.
En þetta verður bara gaman, svo framarlega sem hún stingur ekki af. Æðir upp á þak eða eitthvað. Og svo hef ég yfirleitt meira en lúmskt gaman að því þegar mamma mín að nálgast sjötug er bara stokkin á sjóinn og kemur ekki heim fyrr en eftir mánuð. Jám það er töggr í okkur af mínum ættum báðum reyndar.
Er síðan held ég að ná einhverri heilsu aftur. Lét mig meira að segja hafa það að fara í bæinn til að taka mynd fyrir myndakeppni á dpchallenge eftir vinnu. Það var bara ein þykkapeysan, húfa og vettlinar í kuldanum. Sé svo í fyrramálið hvort myndin gerir einhverjar rósir. Ég er að minnsta kosti sæmilega sáttur við hana.
En best að fara bara að sofa. Það kemur nýr dagur á morgun ætla ég rétt að vona.
No comments:
Post a Comment