Thursday, October 14, 2004

Dópsalalistinn

Vá, ég veit ekki hvað ég á að halda!

Hafði ekkert heyrt um þennan lista dopsalar.tk fyrr en áðan í fréttum í Sjónvarpinu.


Er þetta rógburður?
Er maðurinn að framfylgja réttlætinu?
Eða er þetta bara dópsalaauglýsing?

Ég held að minnsta kosti að þetta sé tómt bull að gera svona lista og þjóni takmörkuðum tilgangi. Ég sem er einkar illa að mér í dópheiminum veit hvort sem er ekkert hvaða fólk þetta er og ef ég þekkti fólkið þá annað hvort vissi ég að viðkomandi væri eitthvað vafasamur pappír eða ég myndi draga það verulega í efa.


Þetta var síðan dálítið kúnstugt í sjónvarpinu. Þeir nefndu engin nöfn eins né neins á listanum til að taka ekki þátt í rógburði. Sýndu svona hluta af vefsíðunnu úr fókus þannig að ekkert kæmi fram en gáfu svo slóðina upp!!!

Ætli það hafi ekki verið ágætis traffík á henni á eftir. Ég kíkti að minnsta kosti.

No comments: