Einhvern tíman hef ég bloggast á [að "bloggast á" er bloggíska fyrir að minnast á ef þú veist það ekki] að ég sé kannski á leiðinni til hennar Afríku eftir svona hálft ár eða varla það. Þetta fer allt að skýrast. Í þessari viku þarf nefnilega annað hvort að fara að byrja að borga eitthvað inn á ferðina eða hætta bara við allt saman. Og þar sem ég hef eiginlega verið að þykjast vera með í að skipuleggja ferðina þá á ég dáltið bágt með að fara að draga mig út úr þessu.
Það eru því allar líkur á því að buddan verði orðin 45 þúsund kallinum léttari í lok þessarar viku og að bloggið mitt fari að verða Afríkulegra þegar nær dregur. Þetta verður annars óttaleg popparaferð bara með ferðaskrifstofu en reyndar tímamótaferð líka. Ef allir sem ætla núna fara í ferðina og komast upp á hann Kili þá verður þetta Íslandsmet. Aldrei mun stærri hópur Íslendinga hafa staðið á tindi Kilimanjaró í einu.
Og ætli ég endi ekki á að verða frægur fyrir þetta ferðalag. Að minnsta kosti er búið að ámálga við mann viðtal í víðlesnu blaði út af þessu
Annars er ekkert að frétta af mínum. Eiginlega allt of mikið að gera á öllum vígstövðum til að eitthvað geti frést. Var reyndar partýstand um helgina í áttræðisafmæli uppi í Breiðholti sem stóð fram undir morgun. Jám það er að eiga svona aldraða vini.
Það er síðan útlit fyrir fjölgun í kattapössuninni hjá mér. Það mun nefnilega einn bröndóttur bætast við annað kvöld reikna ég með.
Að lokum. Skil ekki eitt. Hvaðan kom þessi voðalegi vetur sem er allt í einu kominn hingað? Ef hann getur hætt að blása kuldabola í gegnum mig og í staðinn gert dáltinn alminlegan snjó þá yrði ég ánægður með þetta.
No comments:
Post a Comment