Allt bloggið mitt orðið svart!
Og ekki betra að ég svaf næstum ekkert í nótt. Varð ekki svefnsamt fyrir þessum djöfulgangi í veðrinu. Komst reyndar að því þegar ég gafst upp á þessu og skoðaði veðrið í tölvunni að þetta voru bara eitthvað skitnir 10-15 metrar á sekúndu ef það náði þá því, sem ég vissi nú ekki að væri mannskaða veður. Ég átti von á að minnsta kosti svona 20-30 metra roki.
Það gnauðaði og söng í öllu eins og ég vissi ekki hvað og varla heldur hún kisa. Það eru einhverjir gluggar hjá mér sem hefðu gott af endurnýjun þéttilista held ég. Að minnsta kosti fannst mér vera rok hjá mér. Þó ekki svo slæmt að sængin væri að fjúka af mér en ég vil meina að það hafi samt stundum legið við. Og náttúrlega skítkalt.
Það varð síðan ekkert úr að það bættist við köttur í hópinn í kvöld. Þökk sé veðurguðunum. Ferð hins kattapassarans Gunna um fjöll og firnindi til vatnsmælinga frestast nefnilega skilst mér út af óveðrinu. En það gæti nú komið ný kisa í staðinn annað kvöld.
Og svo ef úr rætist í veðri þá er stefnt á línuskauta um helgina í kvennafansi uppá Grafarholti eða hvað fjöllin heita þarna sem fólk er að álpast til að byggja á.
Verðr gaman :)
No comments:
Post a Comment