Komst í WorldClass aftur í annað skipti á einni viku. Ætlaði reyndar að fara í gær en komst ekki því það var ekkert bílastæði í kílómeters radíuss út af einhverjum ólukkans fótboltaleik sem við ísslndingar gátum síðan ekkert í.
Var svo hroðalega óheppinn að rekast á tvo félaga úr vinnunni og fara að hlaupa við hliðina á þeim. Ég gat reyndar tekið þá í nefið á hlaupabrettinu en á eftir varð ég auðvitað að lyfta með þeim. Þeir aumkuðu sig yfir mig og drógu yfirleitt helminginn af lóðadraslinu af stönginni þegar ég var að reyna mig og ég fékk líka að vera súkkulaði og lyfta bara svona eins og ég nennti sem var sjaldan. Mér tókst samt held ég að fá þessar hroðalegu harðsperrur sem meðal annars lýsa sér í því að ég get varla beitt höndunum á lyklaborðið núna. Ég er sem sagt orðinn aumingi.
Annars ætti ég ekkert að vera að blogga þetta þar sem ég las einhvern tíman hjá ofurbloggaranum katrin.is að það væri ekkert hallærislegra en að blogga um að fara í líkamsrækt. En ég get ekkert að þessu gert. Lifi bara ekki meira spennandi lífi en þetta. Ég skal samt lofa að blogga ekki um hvert skipti sem ég drusslast þarna. Eða að minnsta kosti ekki ef mér tekst að gera þetta að föstum lið.
Vogarskömmin þarna sýndi síðan algjöran dónaskap og taldi mig vera yfir 94 kílóum. Þetta getur bara ekki staðist. Enda tók ég ekkert mark á þessu og er búinn að úða í mig köku með rjómaslettu síðan. Nammi namm.
Og síðan annars. Er þetta útlit á blogginu mínu ekki orðið dáltið þreytt. Er að hugsa um að breyta því. Gera það bara svona einhvern veginn steril. Eða hvað?
No comments:
Post a Comment