Sunday, October 31, 2004

Ég ætlaði nú reyndar aldri að gera þetta aftur

En að hreinsa eina íbúð eftir veru tveggja katta var bara of mikið þannig að ég tók asnalegt netpróf.

Jess


What Gilmore Girl's character are you?
brought to you by Quizilla
Hmmmmmmmmm

Annað hvort hef ég misskilið þessar spurningar illilega, skrökvað meira en góðu hófi gegnir eða þetta er endanleg staðfesting á því að ég skil ekki baun í sjálfum mér! Ég hefði helst haldið að ég væri misheppnaði gaurinn sem rekur subbulega matsölustaðinn. Man auðvitað ekkert hvað hann heitir enda myndi hann ekki muna það sjálfur.

En sem sagt. Aldrei aftur netpróf, fyrr en kannski ég þarf að gera svona kattarþvott á heilli íbúð. Orðið kattarþvottur er nefnilega að fá á sig nýja merkingu hjá mér. Ætli það hafi einhvern tíman verið kannað hvað einn og hálfur köttur getur skilið eftir sig mikið af hárum á þremur vikum? Nei líklega ekki en ég er að bæta úr því nákvæmlega núna. Og ég get fullvissað alla um að það eru mörg hár. Rosalega mörg. Veit ekki alveg hvað niðurstaðan verður nákvæm. Líklega einhvern veginn svona: Rosa-svaka-hroða-hrottalega-fáránlega mörg.

Og þetta er framleiðsla á hárum. Ég hef grun um að einn köttur búi til þyngd sína af kattarhárum á einu ári. Ætli það megi ekki nýta þetta eitthvað. Þetta eru lauflétt fiðurkennd hár. Af hverju í ósköpunum er ekki hægt að kaupa sér kattahárssæng? Ég bara spyr. Nó er að minnsta kosti af þessum hárum.

No comments: