Sunday, October 31, 2004

Hver er Raggi in Afganistan?

Án þess að ég ætli að vera með bölmóð þá gengur frekar margt hjá mér þessa dagana ekkert sérstaklega vel. Í raun ekkert sérstakt til að gleðjast yfir nema kannski traffíkin á blogginu mínu. Var í dag að setja persónulegt met held ég þegar þúsundasti gestur októbermánaðar leit dagsins ljós.

Og þar sem heimsóknir á bloggsíðuna mína eru mitt aðal gleðiefni þessa dagana þá hef ég dálítið verið að fylgjast með henni og hef þá séð tvennt.

Það er verið að gera ritgerð einhvers staðar um bókina Símon og Eikurnar þar sem það hafa ótrúlega margir farið inn á síðuna mína með þeim leitarorðum.

Hitt er sem vekur vekur mesta athygli mína er allt þetta fólk sem er að leita að nafna mínum í Afganistan. Þ.e. það hefur verið 1-2 á hverjum degi undanfarna daga sem hefur komið inn á síðuna með leitarorðunum "Raggi in Afganistan". Mér er spurn, hver er þetta eiginlega og er maðurinn í einhverri hættu þarna í Talíban?

Var það annars nokkuð einhver Ragnar sem var sprungt þarna austur frá?

En sem sagt. Sá sem álpast næst inn á síðuna mína að leita að nafna mínum í Asæi, vinsamlegast skilja eftir skilaboð um hvaða preláti þetta er eiginlega! ;-)

Reyndar náði ég einu sinni eitthvað meira en 1000 gestum einn mánuð fyrir margtlöngu en það var bara út af því að Katrín.is linkaði dáltið á mig. Það var því ekkert að marka það þá enda fékk ég held ég næstum 1000 heimsóknir þá bara á einum degi.


En jú annars. Eitt gengur rosa vel ennþá að minnsta kosti og reyndar eins gott að það haldi áfram að ganga vel því annað gæti verið hættulegt. Trip Kilimanjaro gengur fínt. Er farinn að hlaupa sæmilega reglulega til að verða í almennilegu formi og svo eins og áður hefur komið fram þá verður blaðamannafundur um uppátækið á þriðjudaginn. Reyndar bara útvalinn blaðamaður sem er boðinn!

No comments: