Brójinn var á undan mér í miðasöluna og ég heyrði hann biðja um miða í sal eitt. Þannig að ég bara bað um eins miða. Það voru eitthvað undarlega fáir á myndinni fanst mér. Já auðvitað rifjaðist upp fyrir mér þegar auglýsingarnar byrjuðu. Fólk er náttúrlega alveg hætt að mæta í bíó fyrr en hálftíma eftir að myndin átti að byrja því þá fyrst eru auglýsingarnar búnar. Við fórum samt að fá eitthvað frekar óþægilegt á tilfinninguna. Af hverju eru svona fáir á þessari mynd? Er ekki nýbyrjað að sýna hana? Fer enginn lengur að sjá íslenskar myndir eða hvað?
Jæja ég hætti að hugsa um það. Reyndi bara að þrauka öll þessi brot sem þurfti að sýna úr einhverjum væntanlegum myndum sem ég mun örugglega ekki sjá. Er þó búinn að sjá einhver brot úr þeim.
Svo byrjaði myndin og hinn illi grunur varð staðfestur. Wimbledon heitir hin dásamlega mynd sem við höfðum álpast inn á. Er svona heimildarmynd um Wimbledon keppnina og einkum ástaræfintýri einhverra keppenda þar og afskipti föður hennar af sambandinu. Já mjög svo áhugavert. Ég veit reyndar ekki af hverju en mér fannst eiginlega meira gaman að horfa á sýnishornin úr væntanlegu myndunum. Það gæti verið af sömu ástæðu líka að sætin okkar voru auð eftir hlé.
En sem sagt. Ég á enn eftir að sjá Næsland og ég treysti bróður mínum ekki aftur til leiðsagnar um kvikmyndahús.
Reyndar sáum við á leiðinni út að snillingarnir sem reka Háskólabíó eru búnir að breyta númerunum á sölunum. Stóri salurinn heitir bara "Stóri salur" eða eitthvað álíka frumlegt. Hinir salirnir heita síðan áfram bara svona númer 1 og 2. Ætli þetta séu ekki áhrif frá Smárabíói þar sem einhver salurinn heitir Lúxusalur.
....
No comments:
Post a Comment