Monday, October 11, 2004

Hvers á aumingja Bush eiginlega að gjalda

Mér finnst þetta ekki fallegt að ráðast svona að aumingja manninum og að bera það á hann að litli kassinn á bakinu á honum sé senditæki er náttúrlega bara fáránlegt.




Hann segist sjálfur vera bara með ónýtan skraddara en ég held að það sé bara fyrirsláttur. Það er greinilegt að maðurinn er orðinn kripplingur, sem kemur svo sem ekki á óvart undan öllu oki hryðjuverkanna. Og það er ekki fallegt að menn verði fyrir aðkasti vegna líkamlegra lýta eða annarra slíkra vandamála.

Kannski ætti hann að sækja um sem hringjari við eina kirkju í París eftir kosningarnar.

En þessar ásakanir eru hvílíkt kjánalegar að það þarf ekki einu sinni að ræða þær. Enda er aðallega verið að bulla um þetta á Internetinu og eins og allir vita þá er aldrei neitt satt eða rétt sem er þar. Og eins og einhver á vegum Búss litla sagði að þá er ekki meira að marka þetta Internet en að einhver spekingurinn sagði víst þar að Elvis Presley myndi stjórna einhverjum kappræðufundinum. Nei ef slíkt heyrist einhvers staðar þá er auðvitað sjálfgefið að allt annað sem heyrist þar er bull og þvaður.


En þessu ótengt. Ég heyri útundan mér í gjallarhornum Baltasar Kormáks held ég. Það er verið að gera bíó hérna í neðar í götunni.

No comments: