Tuesday, October 26, 2004

Fjallið færist nær

Ég fékk tölvupóst í dag og í honum stóð m.a.:

Ferð:  CLASSIC KENYA SAFARI & KILI CLIMB  - Ferðarnúmer  Special departure   brottför   18.3.2004   lengd ferðar  17 dagar    ferðalok í London   3.4.2004

Svo á ég líka að fara að borga eitthvað. Mér sýnist á öllu að það verði ekki hætt við héðan af. Ég skal víst til Afríku á endanum!

Síðan á ég að fara að gefa upp alls konar upplýsingar eins og í hvern eigi að hringja ef tígrisdýrin í Afríku verða of nærgöngul. Annars ekki mikil hætta á því eins og dýrvissir vita líklega. En fjallið er flott!


No comments: