Þar sem ég er alltaf að þykjast vera svo mikill ljósmyndari er ég að hugsa um að setja eina svona mynd á bloggið í hverri viku.
Þessi var tekin fyrir keppni á Dpchallenge þar sem viðfangsefnið var að taka mynd af hluta einhvers. Mér datt ekkert annað í hug en að taka mynd af húshluta og þá helst til að myndin væri örugglega í samræmi við það sem átti að vera þá hafði ég líka á henni hluta af glugga og dyrum hússins.
Sjá nánar á dpchallenge. Myndin þótti annars ekkert sérstök og komst ekki á topplistann minn sem er nú samt ekki neitt sérstaklega hár!
No comments:
Post a Comment