Ring ring
ring ring
ring ring ... Það er sko mið nótt og þá vaknar maður ekki alveg strax
ring ring ... Hvur skrambinn ætli eitthvað hafi komið fyrir í vinnunni.
Ég: uuhh Halló (bæði syfjulegur og óttasleginn)
hviss bang krussjh (skruðningar)
Hinn: Hello... hvert har jeg ringet to
Ég: Du har ringet til Issland
Hinn: Hvad ?
Jeg: Ja, det er Island....
Den anden: Eitthvað illskiljanlegt tuldur á dönsku, færeysku eða einhverju þaðan af verra
Jeg: Ja-ja.. bless
Svo lögðum við bara báðir á. Það er ekki á hverjum degi sem maður hringir í skakkt númer á milli landa eða lendir í því að einhver úkklendingur hringir óvart í mann um miðja nótt.
Minnir mig annars aðeins á ástand sem var heima hjá mér fyrir svona 15 eða 20 árum. Þá var alltaf einhver að hringja heim í skakkt númer frá Júgóslavíu minnir mig. Það var á meðan allt logaði þar í ófriði. Mig minnir eiginlega að þetta hafi verið íslendngur. Að minnsta losti var hann alltaf að reyna að ná sambandi við fjölskyldu sína sem bjó þarna annars staðar í Breiðholtinu. Línunum sló einhvern veginn svona undarlega saman en yfirleitt náði hann rétt í svona fimmtu tilraun. Stundum hafði hann síðan ekki tíma til að hringja svo oft og þá kom það fyrir að hann lét okkur fyrir skilaboð og svo hringdum við bara áfram innan Breiðholtsins í fjölskyldu mannsing og létum vita að það væri allt í lagi með hann í hinni stríðshrjáðu Júgóslavíu.
En síðan eru liðin mörg ár. Ekki lengur jafn mikill ófriður í Júgóslavíu, maðurinn vonandi löngu kominn heim til sín, ég ekki lengur í Breiðholtinu heldur kominn niður á Hlemm eða þannig en símakerfi heimsins ennþá örugglega bilað einhvers staðar og ennþá hringja menn í röng númer. Svona stundum að minnsta kosti og þurfa þá að spyrja í angist "hvor har jeg ringt til?" þegar það svarar einhver með undarlegru svefnþrungnu íslensku "Hallói".
Af okkur kisu er annars allt gott að frétta. Hún er reyndar hætt að vilja vera svo mikið í feluleik. Er að byrja á nýjum leik sem heitir "Elta netsnúruna sama hvað það kostar".
No comments:
Post a Comment