Wednesday, October 06, 2004

Dularfulla símatalið


Stundum fær maður bara svona símtöl!


Ringring (Síminn sko)

Sæll Helgi (Sá sem var í símanum sko)

Ha já? (Ég sko. Ég heit reyndar ekkert Helgi en maðurinn í símanum var bara svo ákveðinn í að ég væri Helgi)

Er frúin heima?

Ha nei, hvert ætlaðir þú að hringja?

Er þetta ekki hjá Guðrúnu?

Ha... nei.

Nú þá hef ég hringt eitthvað vitlaust.

Já greinilega

Er þetta annars símanúmer 5678988?

Ha já

Jæja biðst afsökunar


Ég er bara að velta fyrir mér, hver þessi Helgi eiginlega sé og hvort að hún Guðrún viti af þessu.

No comments: