Friday, October 29, 2004

Útskýring hermanns á innrásinni í Írak

Heyrði þessa snilldar röksemd í útvarpinu í morgun frá tindáta af vellinum.

Jú það var sko ráðist á okkur og við urðum að bregðast við og þess vegna réðumst við inn í Afganistan af því að þar voru þeir sem réðust á okkur.

Og þess vegna þurftum við að ráðast inn í Írak enda höfðum við fengið upplýsingar um að þar væru gjöreyðingarvopn.

Og hvort þau hafi fundist? Það veit ég ekki. Það getur vel verið að þau hafi fundist en það hafi bara ekki verið sagt frá því.

Verð að játa að það er sjaldgæft að heyra svona djúpa speki

Minnir mig dálítið á eitt mjög skynsamlegt samtal sem ég átti við svona einhvers konar Vesturíslending nokkrum mánuðum áður en ráðist var á Írak:


Ég:
Finnst þér virkilega rétt að ráðast inn í Írak? Trúir þú virkilega að eftir allar hörmungar þjóðarinnar síðustu 10 ár hafi hún getað komið sér upp einhverjum gjöreyðingarvopnum sem allir þessir vopnaleitarmenn hafa ekki getað fundið

Hann:
Maður veit aldrei. Ein vetnsissprengja er ekkert svo stór. Kemst fyrir inni í einum bíl þannig að á meðan við getum ekki verið viss þá verður eiginlega að gera innrás.

Ég man þetta reyndar ekki orðrétt hvorugt samtalið en þau voru eitthvað í þessa veruna!

Kanar eru klikk, jafnvel þó þeir séu 1/8 íslenskir.

No comments: