Jæja það er engin kisa lengur hérna hjá manni. Það kom fjórheilög sendinefnd uppúr hádeginu og tók bara báðar kisurnar með sér eftir að hafa étið mig út á gaddinn.
Sit hér sem sagt matarlaus, kattarlaus og allslaus. Það er nú reyndar ágætt að vera laus við þær í bili. En væri samt ágætt að fá eins og einn kött í póstium. Myndi ekki flokkast sem spam.
Það var annars árleg spurningakeppni vinnunnar minnar í gærkvöldi. Það var svaðalegt stuð að minnsta kosti á borðinu sem ég var á. Reyndar svo mikil læti í okkur að það kom næstum til álita að dæma okkur úr keppninni. Samt eins gott að það var ekki gert því liðið sem ég var í stóð sig vonum framar og endaði í öðru sæti á eftir Haglélsliðinu.
Keppnin var annars haldin úti á Nesi og þegar henni lauk fórum við nokkur á Rauða Ljónið. Það var ágætt nema kannski fyrir utan að það voru einhverjir tveir sem voru eitthvað að reyna að spila á gítar þannig að það heyrðist stundum ekki mannsins mál. Annars var spilamennskan þeirra ágæt. En ég verð að segja að þessi staður má muna sinn fífil fegurri. Ég held að ég hafi reynar ekki komið þarna í heil 15 ár en þá var fólk þarna alveg út um allt að þjóra bjór. Núna á föstudagskvöldi var þetta meira eins og Jensen í miðri viku þegar enginn Skýrrari er mættur á staðinn. Svona 5 þreyttir fastagestir en annars enginn.
Drykkjuskapur kvöldsins kostaði það síðan auðvitað að bíllinn var skilinn eftir. Það hafði þær hetjulegu afleiðingar að minn fór skokkandi út á nes í morgunsárið til að sækja farskjótann. Hafði meira en gott af því. Jafn vel bara of gott.
No comments:
Post a Comment