Thursday, October 28, 2004

Af tunglmyrkvaglápi og fleiru

Ekki varð nú mikið af tunglmyrkvaglápi hjá mér í gærkveldi. Fór bara að sofa en svaf nú ekki sérlega lengi. Hrökk upp með andfælum eftir svona tveggja tíma svefn, orðinn viðþolslaus af spenn og hugðist berja náttúruundrið augum. Og jú það var búið að slökkva á helvískum mánanum en því miður draga líka fyrir. Tunglið sást allaveganna hvergi.

Þetta var reyndar synd og skömm því ég man ennþá hvað tunglmyrkvinn sem ég sá fyrir nokkrum árum var flottur. Þá var farið upp að Hafravatni, bílljósin slökkt og horft á dýrðina. Þó það hafi ekki verið umferðaröngþveiti þar þá var svona slangur af fólki þar [segir maður annars ekki slangur?]. Karlskömmin tunglingu varð þá appelsínugul í framan eins og klementína.

Af henni Afríku er annars tvennt að frétta. Við Helgi [aðalskipuleggjari sko] notuðum tækifærið réðumst á sprautugæjann sem var að dæla inflúensuefni í lýðinn og spurðum hann um hvað þyrfti vegna hennar Afríku.

Þetta var greinilega rétti maðurinn því hefur séð um að sprauta þá sem eru að fara í svona túra. Það er víst nóg að tala við hann í byrjun febrúar en þá þarf að stinga mann nokkrum sinnum til að koma í veg fyrir hina hroðalegustu sjúkdóma og einnig láta mann éta einhver ókjör af pillum. Þetta var held ég malaría, lifrarbólga, stífkrampi og einhverjir hræðilegir sjúkdómar sem ég þorði ekki einu sinni að leggja á minnið. Hann varð meira að segja svo óforskammaður að fara að segja okkur einhverjar voðalegar sjúkrasögur af fólki sem hefur farið þarna. Já það er ekki öll fífldirfskan eins!

Hitt sem er af Afríkunni að frétta er að það fer að myndast keppni um hver eignast útgáfurétt á ferðasögunni. Til kynningar mun verða haldinn blaðamannafundur í næstu viku.

Fyrir áhugasama um kattavitleysingana sem ég var [og er reyndar líka] með að þá eru þeir hérna ennþá. Eru alveg hættir að stríða hvor örðum en ætli ég losi mig ekki samt við þá til síns heima um helgina.

...........
Veit síðan einhver hver Raggi í Afganistan er? Það eru einhverjir tveir frá mismunandi IP tölum búnir að villast inn á síðuna mína til að leita að þessum nafna mínum í hinu stríðshrjáða fyrrvrandi talibnanana veldi.

No comments: