Saturday, March 01, 2003

100 tilgangslausar en samt að mestu leyti sannar staðreyndir um sjálfan mig og inn á milli 5 staðreyndir sem eru tómur uppspuni


1 Allir mínir afar og ömmur fæddust á þarseinustu öld

2 Á seinasta ári fór ég held ég oftar í leikhús en bíó

3 Án nútíma læknavísinda hefði ég líklega dáið úr hálsbólgu og gulu þegar ég var fimm ára og aftur úr sprungnum botnlanga með ígerð þegar ég var 15 ára

4 Box finnst mér vera mest stjúpit íþrótt sem hægt er að hugsa sér. Síðan kemur líklega kappakstur. Mest vit finnst mér vera í gönguskíðum

5 Ef ég væri spurður núna um hvaða bíómynd sem ég hefði séð væri best, myndi ég líklega segja "The battleship Potemkim" og líklega myndi ég yfirleitt segja það því það eru a.m.k. 15 ár síðan ég sá hana

6 Ef ég væri spurður núna um hvaða bók sem ég hef lesið sé best, myndi ég segja Austan Eden

7 Einkenilegasta starfið sem ég hef haft með höndum var að vinna á holræsabíl og rúnta um borg og bý til að dæla upp úr niðurföllum, brunnum og rotþróm

8 Ég á einn bróður og eina systur.

9 Ég á engin börn

10 Ég á ennþá frímerkjasafnið mitt - en ég skoða það svona frekar sjaldan

11 Ég á mér engan sérstakan uppáhaldslit en finnst allir dökkir litir flottir

12 Ég á mér engan uppáhaldsmat til að borða

13 Ég á svona milli 300 og 400 geisladiska og hef hlustað á þá flesta, a.m.k. eitthvað á þeim

14 Ég á tvo bíla en annar virkar frekar lítið seinni árin

15 Ég á þriðjapart í 12 fm "sumarbústað" í félagi við systkini mín

16 Ég álít mig umhverfisverndarsinna

17 Ég bý svona næstum því á Hlemmi

18 Ég er alfarið á móti Kárahnúkavirkjun

19 Ég er eiginlega alla æfi búinn að vera með króníska kortadellu, þ.e. landakortadellu.

20 Ég er einhvern veginn dökkskolhlærður en farinn að fá gráar strípur

21 Ég er ekki sérlega lofthræddur, nema ég sé að fara að detta

22 Ég er frekar hávaxinn, svona vel rúmlega 190 cm

23 Ég er líklega yfirlýstur koffínisti, bæði á kaffi og kók

24 Ég er meira fyrir náttúri en gervi

25 Ég er óttalegur tungumálaskussi í öllum tungumálum nema kannski í íslensku

26 Ég er stundum ofboðslega feiminn.

27 Ég er sæmlegur kokkur en lélegur bakari, get t.d. ekki bakað almennilegar pönnukökur

28 Ég er vatnsberi

29 Ég er verkfræðingur

30 Ég er viss um að ég á ekki eftir að deyja í bílslysi en gæti dáið í flugslysi

31 Ég fer að meðaltali einu sinni í mánuði á sinfóníutónleika

32 Ég fer í kirkju á jólunum en yfirleitt ekki þess utan

33 Ég fékk núll í einkunn á fyrsta prófinu sem ég tók í háskóla. Það var reyndar "bara" skyndipróf í stærðfræði.

34 Ég fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í stærðfræði á samræmduprófunum af því að ég gerði bara eitt pínulítið dæmi pínulítið vitlaust

35 Ég féll næstum því á bílprófi.

36 Ég fíla línuskauta í ræmur

37 Ég fíla það frekar að vera í gallabuxum og peysu en að vera í jakkafötum. Á sama hátt fíla ég draktakonur ekkert rosalega mikið

38 Ég geng með gleraugu, svona ekki af því að ég sé alveg blindur heldur af því að ég vil þekkja fólk án þess að vera kominn alveg ofan í það

39 Ég get hlustað á allar tegundir af tónlist, t.d. djass, tekknó, nútímatónlist, venjulegt popp og alls kyns klassík

40 Ég get vel hugsað mér að fara í fallhlífarstökk en ég held ég myndi aldrei fara í teygjustökk

41 Ég get verið hræðilega ómannglöggur þó ég stæri mig af því að þekkja alla 170 vinnufélaga mína með nafni og megið af þeim 120 sem ég vann með á öðrum vinnustað fyrir tveimur árum síðan

42 Ég gæti vel hugsað mér að eiga hund þó ég sé hálf hræddur við hunda

43 Ég hef aldrei brotið bein sem hefur farið í gifs en hins vegar slatta af öðrum beinum s.s. viðbein og rófubein, eða a.m.k. brákað þetta dót

44 Ég hef aldrei komið til Skandinaviu

45 Ég hef aldrei notað dóp

46 Ég hef aldrei verið á leikskóla

47 Ég hef alltaf álítið það vera tímasóun að raka sig á hverjum degi

48 Ég hef átt heimasíðu síðan 1995 held ég

49 Ég hef eiginlega aldrei horft á sörvævor og gafst upp á batchelor eftir að hafa horft í korter

50 Ég hef ekki leigt vídeóspólu í svona 10 ár og allt í allt hef ég ekki leigt vídeóspólu nema svona 10 sinnum á allri æfinni og ekki horft nema á svona helminginn af þeim 10 myndum

51 Ég hef gengið yfir Vatnajökul þvers og kruss, það tók meira en viku

52 Ég hef lent í árekstri í Innsta dal inni í Henglinum (fyrir þá sem vita þá koma svona nokkrir bílar þangað á dag)

53 Ég hef lent í árekstri líka á bíl sem ég var að prófa á bílasölu

54 Ég hef lært að forrita í Fortran 77. Fyrir þá sem ekki vita þá er það eiginlega eins og að hafa alist upp með risaeðlum.

55 Ég hef spurt konu vopnaða vélbyssu til vegar í flugstöð

56 Ég hef tvisvar sinnum hlaupið 10km í Reykjavíkurmaraþoni, með sífellt versnandi árangri

57 Ég hef verið ritstjóri og í ritstjórn tímarits um stjórnun í meira en 5 ár

58 Ég held að ég hafi alltaf verið nörd

59 Ég held að ég hafi gengið upp á hæsta fjall Andorralands. Þó Andorra sé lítið land þá eru fjöllin þeirra sko há (ca 3000 m)

60 Ég hætti að reykja þegar ég var 4-5 ára af því að pabbi minn sagði að það væri hættulegt

61 Ég kaus flokk mannsins í fyrstu kosningunum sem ég tók þátt í, aðallega af því að þetta voru svo margir flokkar og allir frambjóðendurnir virtust álíka vitlausir

62 Ég lét lita á mér hárið þegar ég var um tvítugt

63 Ég lærði einu sinni að spila á blokkflautu og get ennþá spilað smá.

64 Ég mun aldrei geta skilið að órímaður texti geti kallast ljóð

65 Ég mun aldrei verða fylgjandi dauðarefsingum

66 Ég óttast stundum að fólki finnist ég frekar leiðinlegur og verð þess vegna ægilega glaður þegar ég kemst að því að einhverjum finnst ég skemmtilegur

67 Ég set mjólk í bollann á undan kaffinu af því að þannig blandast það miklu betur saman

68 Ég smíðaði borstofuborðið mitt sjálfur, enda er það dálítið sérstakt.

69 Ég stunda skógrækt austur í Mýrdal

70 Ég óttast að ég líti út eins og hryðjuverkamaður þar sem það hefur nokkrum sinnum verið leitað á mér hátt og lágt áður en ég hef farið um borð í flugvél (og það var á svona almennum friðartímum)

71 Ég sef frekar á maganum en bakinu þegar ég er sofandi

72 Ég var blaðberi líklega í svona 7 ár þegar ég var aðeins yngri

73 Ég var einu sinni skáti en síðan aðeins lengur í KFUM

74 Ég var líklega næstum því búinn að klúðra námsferlinum á sínum tíma með því að fá mér ekki gleraugu fyrr en tveimur árum eftir að ég hætti að sjá hvað kennarinn var að gera við töfluna

75 Ég þoli ekki fordóma af neinu tagi, allra síst hjá sálfum mér

76 Ég þoli ekki minnimáttarkennd

77 Ég þoli ekki tilætlunarsemi í fólki

78 Ég þvæ mér ekki með sjampói nema til hátíðarbrigða og reyndar aðallega fyrir rakarann minn

79 Félagsskíturinn hann ég hefur fengið verðlaun fyrir þátttöku í félagslífi

80 Foreldrar mínir kynnstust þegar þeir unnu á sama vinnustað

81 Foreldrar mínir vinna ennþá á sama vinnustað

82 Fólk sem höfðar mest til mín er skemmtilegt á svipinn, virðist búa yfir einhverju skemmtilegu og er með skrýtin gleraugu

83 Fyrir ekki margtlöngu fékk ég teiknidellu

84 Halldór Laxness er líklega sá maður sem ég hef hitt um æfina sem mér hefur þótt merkilegastur

85 Happatalan mín er 14

86 Hæsti vinningur sem ég hef fengið í lotttói er á þrjá rétta

87 Meðal steina sem ég hef safnað á lífsleiðinni eru klumpar úr Berlínarmúrnum og ég veit að þeir eru ekta því ég braut þá sjálfur úr múrnum

88 Mér finnast pulsur með öllu nema hráum lauk og alveg rosalegga litlu remolaði og í grilluðu brauði besatr

89 Mér finnst fáránlegt að reykja

90 Mér finnst kjúklingur besti maturinn til að elda, með fullt af alls konar grænmeti og helst á einhvers konar kínverskan máta

91 Mér finnst skata æðislega góð

92 Mig langar einhvern tíman til að fara í heimsreisu

93 Mig langar til að eignast börn og helst nokkur, a.m.k. svona 2-3

94 Mig langar til að ganga yfir Grænladsjökul

95 Mig langar til að kunna á gítar

96 Síðan ég keypti mér leðurjakka hef ég eiginlega ekki notað aðrar yfirhafnir

97 Síðasta bókin sem ég las var Rokkað í Vittualla og fannst hún frábær

98 Sumir segja að ég hafi græna fingur og það er ekki alls kostar rangt þó ég sé í öngum mínum yfir því að eitt af uppáhaldsblómunum mínum sé að drepast

99 Það hefur aldrei mér vitanlega birst mynd af mér í dagblaði

100 Þar sem ég er einhleypur er víst fullt af fólki sem er sannfært um að ég sé hinseginn. Ég tel að það fólk hafi bara rangt fyrir sér.

101 Þar sem ég lærði að drekka bjór í Tékkóslóvakíu þá finnst mér "alvöru" bjór bestur (þ.e. svona eins og tékkneskur Búdvæser en amerískan böd drekk ég ekki nema í algjörri neyð þegar ég er aðframkomin af alkoholskorti eða þorsta en Corona er bara ekki bjór)

102 Þegar ég var yngri þá átti ég það til að stama alveg ferlega mikið

103 þegar ég var um tvítugt ætlaði ég helst að verða: Ljósmyndari, eðlisfræðingur, tölvunrarfræðingur, verkfræðingur, jarðfræðingur og kannski eitthvað fleira sem ég man ekki. Mig langar eiginlega ennþá til að verða ljósmyndari eða jarðfræðingur. Ég valdi síðan það að verða verkfræðingur af því að það sameinaði allt hitt svona einhvern veginn, fyrir utan það að verða ljósmyndari

104 Þó heði ég líklega fílað það best að verða ljósmyndari eða kannski jarðeðlisfræðingur

105 Mér finnast þessi atriði vera orðin alveg nógu mörg en ég er að skrifa þetta af því að Stína manaði mig til þess.


Og hana nú!

No comments: