Hvað sem skeði nú fyrir mig í Köben á degi 2 og 3 og 4
O svo sem ekkert merkilegt. Bara árshátíð og svoleis.
Fór með Stínu og kó að skoða Stínu hina dönsku. Reykurinn sveif yfir vötnunum og við fíluðum grasið. Nei bara að grínast en það var samt einhver einkennleg reykjarlykt þarna og sígaretturnar virtust yfirleitt vera frekar sverar og heimagerðar. Kolbannað að taka myndir þannig að ég stóðst ekki mátið og tók myndir í allar áttir.
Slæpingur síðan í bænum að skoða búðarklósett og bjórinn í nýhöfn. Sáum stærstu könguló í heimi og varð ég frekar hræddur við hana. Þetta er stórvarasamt því hún er komin að því að verpa og eru eggin sem hún ber með sér í poka á stærð við handbolta hvert. Varð ekki rólegur fyrr en ég fann kaggl í grænum fötum sem virtist hafa burði til þess að ráða við óskapnaðinn.
Og um kvöldið var, nei annars það var ekkert svo merkilegt. Bara árshátíð, bölvað fyllerí og vitleysa.
Djammið var annars svo helv. gott að sumir náðu að fara í morgunmat áður en þeir fóru að sofa. Sváfu svo í nokkra tíma og fóru svo bara aftur í morgunmat! Geri aðrir betur, ekki ég a.m.k.
Dagur 3
Ótrúlega rólegur dagur. Rölt um íslendingaslóðir, borðuð eitruð pizza og frábær sverðfiskur.
Dagur 4
Megafínn dagur. Leigði hjól og upplifði Köben eins og á að upplifa Köben.
Og svo nenni ég ekki að blogga meira um þessa ágætu ferð!
No comments:
Post a Comment