Frábært þegar maður gerir tvo daga úr einum
Þannig fæ ég líka þriggja daga helgi, liggaliggalá!!!
Vaknaði nebbnlega nokkuð snemma í morgun og fór í fjallgöngu. Einn af mínum brjáluðu vinnufélögum var búinn að skipuleggja göngutút með Ara Trausta á Húsfell og skyldi mætt kl. 9:00 út við Kaldársel. Ég var reyndar eitthvað seinn fyrir aðallega af því að þegar ég lagði af stað var brjálaður snjóstormur og ég þurfti því að taka fulltaf hrakningardóti með og var farinn að gera mér vonir um svaðilför. Það brást síðan gjörsamlega þar sem göngutúrinn var farinn með fullum stuðningi glampandi sólar.
Ferðin gekk síðan bara vel eins og má t.d. sjá hér.
Nú fjallgöngur eru í öllum tilvikum heilsdagsiðja og þar sem ég var að sjálfsögðu dauðþreyttur þegar heim var komið (reyndar aðallega eftir lélegan nætursvefn sem skrifast annars vegar á partýóðan nágranna minn [partýið hans hófst kl. 6:00 og var ennþá í gangi þegar ég fór] og hins vegar á það að ég fór bara ekkert að sofa fyrr en nóttin var að verða hálfnuð) þá lagði ég mig.
Og núna eftir ágætan svefn þá er ég farinn að velta fyrir mér hvað ég eigi nú eiginlega að gera við þennan laugardag 29. mars 2003 nr. 2 í mínu lífi!
No comments:
Post a Comment