Wednesday, March 19, 2003

Hvað sem skeði nú fyrir mig í Köben á degi 1


Stutt ferðasaga, fyrir þá sem nenna að lesa. Ekkert merkilegt, ég myndi bara hætta strax. - nei bala glín. Svona eitthvað stærri ferðasaga en kom áðan. Afsakið endurtekningarnar.


Jæja, dagur 1
Kaupti loksins digital. Fokdýrt í fríhöfninni. Verst að battaríið í henni var alveg óhlaðið og því gat ég ekkert notað hana fyrsta daginn.


Jæja. Elti Magga og Ernu í bæinn til að rannsaka gæði kaupmannhaupska strætókerfisins en strætókerfið þeirra er verulega magnað og jafnt fljótandi sem akandi. Enduðum loks á krakkasafninu Experimentarium og bjargaðist það fyrir horn þar sem við gátum logið okkur inn á barnafargjaldi. Fífluðumst mismikið í öllu þessu tilraunadóti sem er á safninu en eiginlega þá var ég svona 25 - 30 árum of seinn þarna.



Eftir risasamlokur og nokkra öl urðu allir rosaglaðir og var étin ein ferleg steik og óskað eftir víni hússins með. Kom blessaður vertinn með heilan líter handa mér og annan handa Magga. Urðum við kátir mjög og var þjórað óspart á báða bóga (við vorum reyndar í 20 manna hópi og þar sem allir voru ekki jafn heppnir með sinn vert þá fengum við skmá aðstoð við alla þessa drykju. Síðan var beðið um reikninginn og kom þá loksins í ljós hvílíkur höfðingi hann Maggi er þar sem hann tók bara að sér að borga fyrir allan hópinn. Það mætti næstum halda að þetta sé eitthvað gruggugt. Eftir að hafa skoðað hinar og þessar vínstofur Kaupinhafnar var loks skreiðst heim á hótel og farið að sofa. Bara nokkuð snemma þar sem ekkert var farið að birta af degi.



Dagur 2: Kemur seinna
ef ég nenni !!!! hahahaha


No comments: