Íslenskt veður lætur ekki að sér hæða
Klukkan 6 í kvöld flýtti ég mér heim á leið til að komast í mitt uppáhaldsáhættusport, línuskautana. Veðrið bara gott, svona andvari og allar götur orðnar þurrar.
Var hálfnaður í línuskautamúneringuna þegar mér varð litið út og var ekki farið að snjóa. Ég sem hélt að vorið væri komið. Beið smá stund eftir að það hætti að snjóa þar sem þetta var bara smá slydda. En þessi ósköp héldu áfram og áfram. Brátt varð allt hvítt og ég varð heldur sneiptur að hætta við allt saman. Vill kannski einhver koma á skíði í staðinn?
Íslenskt margbreytileikaverðurfar skýrir líka ágætlega það af hverju veður myndin hér einhvers staðar til hliðar er alltaf vitlaus. Þ.e. þegar það er rigning í henni reykjavík þá segir veðurmyndin að það sé sól. Síðan þegar sólin er komin í henni Reykjavík þá er veðurmyndin hálftíma of sein búin að lýsa því yfir að það sé komin rigning.
No comments:
Post a Comment