Ferðalangssaga helgarinnar
Þegar sumir komust endanlega að því að þeir eru að verða að aumingjum, og þó ...
Skyndiákvarðanir eru fínar til að ákveða ferðalög. Um eftirmiðdaginn á föstudag var allt í einu verið að tala um að æða til fjalla og sofa í tjaldi í skítakulda fyrir norðan Skjaldbreiði (beygist eins og Matthildur, kenndi Gunnar Dal mér fyrir 20 árum). Og þar sem djamm föstudagskvöldins náði ekki nema einum bjór og einni pizzu þá var náttúrlega ekkert annað að gera við framhald helgarinnar en að fara á fjöll.
En mikil óskapleg vonbrigði. Ætlunin hafði verið að fará á skíðin við stærsta túrtappa í heimi, sem kallast reyndar Meyjarsæti en þar var ekki snjókorn að sjá. Hins vegar gekk á með olíumaurum á jeppum sem voru að leita að þúsundjeppaferðinni (nei það er ekkert líkt þúsundeyjasósu). Það var reyndar búið að spyrja okkur skíðagarpana nokkrum sinnum um hvort við værum ekki örugglega í þessum merkasta jeppaleiðangri norðan alpafjalla þar sem jeppakallarnir virtust æða fram og aftur í undarlegri leit hver að öðrum.
Vegna snjóleysisins var haldið áfram og jeppast aðeins áfram á veginum yfir nokkra skafla og loks tekin skyndiákvörðun um að fara ekkert á Skjaldbredduna heldur æða frekar á það fjall íslenskt sem er líklega alltaf í lagi, þ.e. Ok og breyta þessu aukinheldur í dagsferð. Vorar stórmerku púlkur ættaðar úr hagkaup og reyndar á Vatnajökli voru því skildar eftir í bílunum en þess í stað dregnir framdagpokar af ýmsum stærðum og gerðum.
Eftir langa mæðu þegar ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég yrði bara skilinn eftir sem forði fyrir næstu ferð og eftir að hafa óttast að vera að borða frosnar kinnar með súkkulaðinu þá var loksins komist upp.
Uppi á sjálfu Okinu (eða það sem við skilgreindum sem uppi á því) bjargaði ég síðan heilsu minni með mínu dásanlega orkutei (uppskriftin er svohljóðandi að þeim orkudrykk: 4 sítrónupokar í hitabrúsa 0,75L+ 8 sykurmolr + 0,75L af sjóðandi vatni sett saman í brúsa. Brúsanum lokað mepð hitapokunum og öllusaman. Ganga amk. 10 km við erfiðar aðstæður, helst roki og skítakulda eða slagveðri, gott að vaða eins og eina á í klof líka, eykur enn á áhrifin. Þegar öllu þessu er lokið og eftir það, má drekka innihald brúsans.)
Niðurferðin frábær, skautað í bílana en að sjálf sögðu ákveðið að gera ekkert frekar úr þessari tjödlun. Enda ég farinn að sjá heitt baðker í hillingum!
En í það heila tekið: Alveg edilánsfín ferð.
No comments:
Post a Comment