Tuesday, March 11, 2003

Yfirleitt bloggar maður um það sem hefur gerst
eða það sem maður lætur sem hafi gerst. Núna blogga ég um það sem gerðist sem betur fer ekki. Ég er upptekinn bara svo allir viti það. Ég er upptekinn við að lofta út ... lofta út reyk!!!

Það sem gerðist ekki var að það brann ekki hjá mér, a.m.k. ekkert mikið. En eins og þeir sem þekkja mig eitthvað þá er ég einhver mest utanvið sig maður á henni jörð og það sannaðist núna áðan. Ég ætlaði að baka svona frostnar bollur sem hægt er að kaupa í Hagkaup. Já þessar ógissla góðu með sólþurrkuðum tómötum og einhverjum gómsætum fræjum.

Fyrsta skref: Finna bollurnar - Tókst

Kveikja á ofninum - Tókst ekki, kveikti í staðinn á einhverri hellu

Setja bollurnar inn í ofninn - Tókst

Tékka á hvort það sé kveikt á ofninum (ég þarf sko alltaf að gera það því ég man aldrei hvað ég er búinn að gera) - Tókst ágætlega en sá að það var alveg slökkt á honum en varð dálítið hissa þar sem ég var viss um að ég hefði snúið einhverjum takka á eldavélinni

Mistökin leiðrétt - Tókst ekki nema til hálfs þar sem leiðréttingin var einungis fólgin í því að kveikja á fjárans ofninum en datt ekkert í hug að skoða aðrar stillingar á eldavélinni.

Þá er það næst ólánið í óláninu: Það var plast lok ofaná hellu á eldavélinni - auðvitað fjárans hellunni sem ég hafði kveikt á. Lán í óláninu: Ég er með nokkra reykskynjara - og ekki vanþörf á.

Það sem gerðist næst var að ég fór bara í mestu makindum inn í stofu til að lesa eitthvað parket-flísablað úr bíkó.

Næst í atburðarásinni var að reykskynjaraelskan fór að pípa af pöllum lífs og sálarkröftum (Alveg ótrúlegt hvað þetta litla tæki gat búið til mikinn hávaða. Þagnaði ekki fyrr en ég fór með hann út á svalir en það var gert strax að slökkvistarfi loknu). Eldhúsið var orðið fullt af reyk og fljótlega öll íbúðin þar sem hún er nú svona eiginlega frekar opin öll sömul (úpps, vona að Leifur sé ekki að lesa þetta því hann á sko íbúðina þar sem þetta er bara leiguíbúið - ef þið þekkið leif.com, látið hann þá ekki vita, please).

Nú innií eldhúsi logaði bál á eldavélinni, sem ég slökkti snilldarlega með að leggja brauðbretti ofan á eldavélina (nei Leifur, ekki þitt heldur mitt). Núna er eldavélin öll útötuð í plastslettum (Leifur, það er alveg hægt að ná þessi af þanig að þetta er allt í lagi). Ég er búinn að lofta svo mikið út að ég sit hér krókloppinn í tveimur lopapeysum og ullarsokkum.

En, þetta var allt í lagi því brauðbollurnar voru alveg fyrirtak!


En ég er og mun verða utan við mig alla æfi held ég, hef bara alltaf verið svona.

No comments: