Wednesday, March 19, 2003

Reyndu bara að giska hvað minn gerði áðan!


Jú auðvitað. Frábært. Ótrúlegur menningarmunur á Reykvíkingum og Nesbúum. Reykvíkingar eru allir desperat hræddir við það að detta í hálku þannig að öllum göngustígum er breytt í sandkassa á veturna. Síðan eru þeir bölvaðir slóðar að hreinsa sandinn af stígnum aftur og verður hann bara stórhættulegur skautandi fólki langt fram á vor. Var næstum búinn að prófa nýju úlnliðshlífarnar mínar (þessa á myndinni að ofan) þegar sandurinn keyrði úr hófi fram. Annars var ekkert mikill sandur þarna.

Nesbúar eru öðruvísi. Ekki hálkusandkorn að sjá nokkurs staðar (enda örugglega algjör vitleysa að setja sand á stíg sem liggur niður við sjó og er í stöðugu saltbaði) en Nesbúar hafa annan einkennilegan sið. Það er að taka bara besta stíginn á öllu landinu og eyðuleggja einhverja 10 metra af honum með haugum af rauðamöl. Borgarstjórn (les Bjarni Torfi) og aðrir sem láta sig málið varða: Þið verðið að laga þetta og það fyrr en seinna. Þetta er þvílíkt aulalegt að ég bara fer hjá mér.



No comments: