Mér er að verða ljóst hver stendur á bakvið þetta stríð
Það hljóta að vera fjölmiðlarnir. Þetta er gengið svo langt að jafnvel sjálfur hann ég sem hef aldrei átt neinn afruglara og var alinn upp á svarthvítu sjónvarpi fram yfir fermingu og þekkti ekki vídeóttæki nema af afspurn fyrr en ég var kominn í háskóla (var reyndar búinn að komast að því þá að vídeóleysið var bara kúl og varð hálf fúll þegar það kom vídeótæki á heimilið), er kominn með afrugglara! Ja, hvílíkt og annað eins. Ég sé enn enn og skýin lifa! Lengi lifi Fjölvarpið!
No comments:
Post a Comment