Friday, March 28, 2003

Bachelorette draumfarir
Nýjasta sjónvarpsefnið heitir víst Bachelorette og er í stíl við það sem heitir víst Bachelor. Eftir að hafa heyrt umræðurnar í morgun um nýja þáttinn þá er greinilegt að ég hef gert stórkostleg mistök með að hafa ekki horft á alla Bachelor súpuna sem hefur verið. Það var nefnlega ein hérna sem vinnur með mér (nei, segi ekki hver) sem dreymdi í nótt alla gaurana í Bachelorette þættinum. Alla 20 eða 30 gaurana eða hvað þeir eru margir.

Ef ég hefði vitað af þessum aukaverkunum þá hefði ég án efa horft á hvern einasta Bachelor þátt. Að því gefnu reyndar að það hafi eitthvað verið í þessar fraukur þar verið spunnið.

Haldið að það hefði verið amalegt að vera umkringdur svona 20 yngismeyjum á hverri nóttu, nótt eftir nótt. Nei annars, það hefði kannski getað orðið einum of eftir svona nokkrar vikur og kannski farið að verða eins og martröð. Líklega best að láta þetta sjónvarpsefni eiga sig áfram. Er líklega stórhættulegt og ætti að banna með lögum.

No comments: