Sunday, March 23, 2003

Raunveruleikasjónvarpið úr stríðinu
Ég er eiginlega hættur að vita eins og hvað þessar fréttaútsendingar eru úr blessuðu stríðinu. Fyrst fannst mér kynning RUV á því hvernig þeir ætluðu að hafa beinar útsendingar eiginlega vera alveg eins og þegar þeir eru að kynna dagskrá frá HM í handbolta. Síðan benti systir mín mér á að þetta væri eiginlega meira eins og kosningasjónvarp.

Núna koma nýjustu tölur frá Umm Qasr: Innrásarliðið er búið að ná "borginni" á sitt vald [komment ers: það búa þarna svona 1000 manns í það mesta]

Nei þetta voru víst óstaðfestar fréttir, það er enn barist við Umm Qasr, 50 sérsveitarmenn veita mikla mótspyrnu

Búið er að gera miklar loftárásir á Umm Qasr og írösku sérsveitirnar hafa verið bugaðar, og þetta eru staðfestar fréttir, Umm Qasr er því fallin


Svona heldur þetta síðan áfram klukkustund eftir klukkustund. Óstaðfestar fréttir sem staðfestar eru bornar til baka fram og aftur og enginn virðist vita neitt. CNN gengur reyndar lengst í ruglinu og gerir bara grín að hermönnum Saddams þegar þeir eru að leita að flugmönnunum sem þeir skutu niður. CNN nefnilega vissi alveg að það hefðu engir hermenn verið skotnir niður af því að Dóninn Ramsfeld eða eitthvað var búinn að segja þeim það! Frábær fréttamennska.

En nei, núna rétt áðan var ég að sjá hvað þetta er. Viðtal við hermann sem er búinn að vera að berjast alveg fullt. Búinn að skjóta og skjóta. Hitt liðið búið að koma honum að óvörum og rosaleg spenna. segir svona aðeins frá og síðan er sýnt frá næsta atriði og svo svona smá viðtal. Einhvern veginn held ég að ég myndi lýsa Sörvævor á nákvæmlega sama hátt. Þetta er eiginlega nákvæmlega eins nema þetta er alvöru og það er reyndar bara sýnt frá öðru liðinu. Eða er þetta kannski ekki alvöru? Er þetta kannski bara nýja syrpan í Sörvævor og tekin upp í Umm Qasr í Írak? Ég bara skil þetta ekki. Veit bara að ég er á móti þessu öllu saman. Endar vonandi bara ekki mjög illa.

No comments: