Ritstjóri vefleiðarans Laggablogg
Ég var allt í einu að átta mig á því að ég er farinn að bera nýjan alveg sérstaklega virðulegan titil, nefnilega ritstjóri vefleiðara [fyrir þá sem þekkja mig þá er það reyndar ekkert nýtt fyrir mig að bera virðulega titla, en hvað um það, titlar eru ágætir]. Verst að vefleiðarinn minn heitir ekki nóu virðulegu nafni, heldur þessu laggabloggsnafni. Verð eiginlega að finna eitthvað betra nafn á herlegheitin.
Sé mig síðan alveg í anda í næsta fjölskylduboði þegar öll umræðuefni skortir þá get ég sagt drýgindalega að ég haldi núna úti sérstökum vefleiðara. Fjalla þar m.a. um stríðið við Persaflóa, umhverfismál og þjóðmál almennt. Gömlu frænkurnar munu örugglega falla alveg í stafi yfir þessu.
Vona bara að þetta verði ekki til þess að ég fái vefleiða á öllu saman!
No comments:
Post a Comment