Og aftur að afreki helgarinnar
Núna hef ég fengið það staðfest að göntutúr laugardagsins hafi verið heilir 30 km og með 800 m hækkun. Það er því bara ekki furða að maður hafi orðið þreyttur á einhverjum kafla þessa ágæta túrs. Hef síðan séð af fréttum að það var ágætt að hafa gert þetta að einsdagstúr þar sem þarna og á jöklunum þar fyrir ofan ku hafa orðið vitlaust veður í gær, vonandi bara ekki mannskaðaveður en reyndar er það ekki enn orðið ljóst.
No comments:
Post a Comment